REYNSLUSÖGUR

Penzim gel - 50 ml

Ör eftir bílslys

Helga Kristín Guðmundsdóttir

Þann örlagaríka dag, 18. maí 2013, lentum við hjónin í alvarlegu bílsslysi á Snæfellsnesinu. Ég skarst illa í andliti, m.a. á kinnbeini, enni og eyra. Verstur var skurðurinn á kinnbeininu, en hann náði alveg inn að kinnbeini. Ég var með umbúðir á sárunum í rúmar tvær vikur.

Lýtalæknirinn sagði mér að það tæki allavega ár fyrir svona mikið sár að gróa og að það væri líklegt að ég þyrfti að fara í lýtaaðgerð að ári liðnu. Þegar sárið var gróið fór ég að bera á mig Penzim gelið vegna þess að ég hafði heyrt að Penzim væri algjört undra gel fyrir ör og annað slíkt. Nú hef ég borið Penzim á mig daglega í þrjá mánuði og árangurinn er sláandi. Örin eru nánast ósjáanleg og ég mun því ekki þurfa að fara í lýtaaðgerð að ári loknu, þökk sé Penzim.

Ég er afar þakklát fyrir að fá að deila minni sögu og mæli svo sannarlega með Penzim.

Flokkar
Til baka