• Vísindastarf í áratugi

  • Hrein náttúruafurð

    Vörurnar eru tærar og lyktarlausar, nærandi,
    græðandi og rakagefandi.

  • Öflugir lífhvatar

    Þegar ensímin komast í snertingu við líkamshita mannsins
    eykst virkni þeirra margfalt.

SAGAN

Vörurnar frá Andrá eru nærandi og rakagefandi og í röðum húð- og heilsuvara hafa þær mikla sérstöðu. Þær eru 100% náttúrulegar og innihalda próteinkljúfandi meltingarensím úr Norður-Atlantshafsþorskinum sem veiddur er við strendur Íslands. Í ensímunum, þessum einstöku náttúrulegu lífhvötum, er sérstaðan fólgin. Notkun ensíma í heimi vísinda og lækninga á sér sögu í árþúsundir og hafa ýmsir slíkir lífhvatar verið notaðir í lyfjaframleiðslu á undanförnum árum og áratugum.

Ensím eru próteinsameindir sem allar lífverur jarðarinnar framleiða til þess að hraða efnahvörfum. Þau eru algerlega lífræn, brotna auðveldlega niður og valda því engri mengun. Penzyme® fæst úr cryótín sem inniheldur próteinkljúfandi lífhvata á borð við trypsín. Penzyme® kemur úr hreinu og heilnæmu lífríki sjávar við Íslandsstrendur og eru vistvæn viðbótarnýting á íslenska þorskaflanum.

Öflugir lífhvatar

Tennur Norður-Atlantshafsþorsksins eru lítilfjörlegar og sumir líkja þeim helst við sandpappír! Smáþorskurinn étur gjarnan loðnu og síli og þeir stærstu gleypa jafnvel kolmunna, karfa og smáþorska í heilu lagi. Í meltingarvegi hans taka ensímin við, m.a. próteinkljúfandi trypsín-ensím, og brjóta fæðuna niður. Lífhvatarnir eru kuldakærir enda heldur þorskurinn sig mest á dýpi þar sem sjávarhiti er á bilinu -2°C upp í +4°C. Þegar ensímin komast í snertingu við líkamshita mannsins eykst virkni þeirra.  

Hreinir töfrar sjávarensíma

Penzyme® vörur Andrár eru einkum ætlaðar  fyrir húð, liði og vöðva. Þær eru tærar og lyktarlausar, nærandi og rakagefandi. Í þeim eru engin rotvarnarefni, fita, olía, ilm- eða litarefni sem valdið geta ofnæmisviðbrögðum.  Önnur innihaldsefni í Penzyme® vörunum eru af mismunandi tegundum og í mismunandi hlutföllum. Penzyme® vörurnar hafa allar nauðsynlegar vottanir um skaðleysi fyrir mannslíkamann. Þær eru mildar og þægilegar í notkun og henta ungabörnum jafnt sem öldruðum í margs konar viðfangsefnum til að auka vellíðan og varðveita heilbrigði og gott útlit.