• HÚÐIN ER STÆRSTA LÍFFÆRI OKKAR OG ÞARF STÖÐUGT AÐ ENDURNÝJA SIG

    Á hverjum degi þarf hún að verjast neikvæðum áhrifum
    útfjólublárra geisla (UV), mengunar, rakabreytinga
    og veðurfars, auk þess sem baráttan öldrun hennar er stöðug.

Um húðina

Með hverju árinu sem líður tapar undirlag húðarinnar meira af prótínum sínum, elastíni og kollageni. Þau prótein eiga mestan þáttinn í að halda húðinni teygjanlegri og tryggja ákjósanlegt rakastig, viðhalda unglegri og frísklegri húð og koma í veg fyrir hrukkur.

Í húð sem hefur orðið fyrir áralöngum skemmdum af völdum sólar eða annarra umhverfisþátta hafa teygjanlegu elastínprótíntrefjarnar í undirhúðinni þykknað og flækst saman og kollagenpróteinþráðum hefur fækkað ört. Afleiðingarnar eru fleiri og dýpri hrukkur, auk þess sem víða sjást litaskellur. Húðin glatar styrkleika sínum og verður hrukkum og línumyndun að bráð, glatar ljóma og stinnleika og fær á sig gráleitan blæ.

Það er hægt að hægja á þessari þróun og það er líka hægt að snúa vörn í sókn. Í þeim efnum geta snyrtivörurnar frá Andrá verið öflugt teymi.