Cibapet 4% CBD olía fyrir hunda

Cibapet 4% CBD olía fyrir hunda

Stærð: 10ml

Magn CBD: 4% - 2mg í dropa

Notkun: Nokkrir dropar á dag.

 

Cibapet CBD olían hefur þekkt jákvæð áhrif á bæði andlega og líkamlega vellíðan hvolpa og hunda. Innihaldsformúlan í CBD 4% olíunni er vel ígrunduð blanda af næringarefnum, m.a. fiskiolíu, trefjum, E vítamíni og u.þ.b. 4mg af CBD í hverjum dropa. Í flöskunni eru ríflega 200 dropar sem hægt er að setja beint undir tungu hundsins eða setja út í mat hans eða vatn.

 

Ráðlagður dagskammtur er 2-3 dropar, 2-3svar sinnum á dag, fyrir fullorðna hunda. Fyrir hvolpa geta 1-2 dropar, 1-2svar sinnum á dag, verið hæfilegt. Í einni flösku er þannig u.þ.b. mánaðarskammtur fyrir stærri hunda en mun meira fyrir hvolpa.

 

Verkferlar, notkun og geymsla.

Cibdol CBD hefur beina tengingu við endókannabínóðakerfi hundsins. Efnið er unnið úr lífrænt ræktuðum iðnaðarhampi (Cannabis sativa) og öll önnur innihaldsefni olíunnar eru sömuleiðis 100% náttúruleg. Allir verkferlar að baki svissnesku Cibapet CBD vörunum eru GMP gæðavottaðir. Dropana má setja beint undir tungu hundsins eða t.d. í mat hans eða drykkjarvatn. Best er að geyma olíuna fjarri mikilli birtu og hita.

 

www.cibapet.com

 

Innihaldsefni:

Olive oil, fish oil, hemp extract 4% (40 mg / 1ml), milk (creamy) aroma, vitamin E.

Meira um CBD.

CBD hefur verið mikið í umræðu og fréttum víða um heim að undanförnu vegna fjölbreyttra áhrifa sinna á heilsu bæði manna og dýra. Víðfeðmar undirbúningsrannsóknir gefa sterkar vísbendingar um áhrif CBD (cannabinoid) á endókannabínóðakerfið (endocannabinoid system (ECS)) sem verið hefur til staðar í manninum og flestum dýrum frá örófi alda. Á meðal margþættra kvilla sem CBD bætir í hundum má nefna kvíða, streitu, hvíld og meltingu auk þess m.a. að minnka bólgur, draga úr liðverkjum o.fl. Langt er í frá að allar CBD vörur séu svipaðar. Þar getur m.a. munað um ólíkar ræktunar- og vinnsluaðferðir og sömuleiðis getur raunverulegt magn af CBD verið minna en upp er gefið. Þess vegna þarf að velja framleiðendur af kostgæfni.

Til baka í vörur