Cibapet CBD bitar fyrir hunda

Cibapet CBD bitar fyrir hunda

Stærð: 100gr – 40 bitar

Magn CBD: 3,7mg í hverjum bita

Notkun: 1-2 bitar á dag.

 

Jákvæð áhrif CBD á bæði andlega og líkamlega vellíðan hvolpa og hunda eru þekkt. Cibapet CBD bitarnir eru bragðgóðir en fyrst og fremst bráðhollir með öllum sínum vel völdu innihaldsefnum. Í formúlinni er hvítlaukur með bakteríudrepandi eiginleika sína og fælingarmátt gagnvart sníkjudýrum á borð við flær og lýs, ólífuolía og kindafita að ógleymdu CBD-inu sem auðvitað gerir gæfumuninn.

 

Hver pakki inniheldur 40 bita og ráðlagður dagskammtur er 1-2 bitar á dag.

 

Verkferlar, notkun og geymsla.

Cibdol CBD (Cannabidiol) hefur beina tengingu við endókannabínóðakerfi hundsins. Efnið er unnið úr lífrænt ræktuðum iðnaðarhampi (Cannabis sativa) og öll önnur innihaldsefni taflanna eru sömuleiðis 100% náttúruleg. Allir verkferlar að baki svissnesku Cibapet CBD vörunum eru GMP gæðavottaðir. Bitana er best að gefa eins og hvert annað nammi með mat eða á milli mála. Best er að geyma þá fjarri mikilli birtu og hita.

 

www.cibapet.com

 

Innihaldsefni:

Sheep fat, garlic powder, olive oil, hemp extract (3.7 mg CBD per bite).

Meira um CBD.

CBD hefur verið mikið í umræðu og fréttum víða um heim að undanförnu vegna fjölbreyttra áhrifa sinna á heilsu bæði manna og dýra. Víðfeðmar undirbúningsrannsóknir gefa sterkar vísbendingar um áhrif CBD (cannabinoid) á endókannabínóðakerfið (endocannabinoid system (ECS)) sem verið hefur til staðar í manninum og flestum dýrum frá örófi alda. Á meðal margþættra kvilla sem CBD bætir í hundum má nefna kvíða, streitu, hvíld og meltingu auk þess m.a. að minnka bólgur, draga úr liðverkjum o.fl. Langt er í frá að allar CBD vörur séu svipaðar. Þar getur m.a. munað um ólíkar ræktunar- og vinnsluaðferðir og sömuleiðis getur raunverulegt magn af CBD verið minna en upp er gefið. Þess vegna þarf að velja framleiðendur af kostgæfni.

Til baka í vörur