Coddoc - sport & hreyfing

Coddoc
- fyrir liði, vöðva og húð.

Vísindastarf í áratugi

Coddoc er fyrst og fremst ætlað að mýkja vöðva og liðka liði en það getur einnig þjónað hlutverki sínu sem rakagefandi og græðandi húðáburður í margvíslegum viðfangsefnum. Coddoc áburðurinn er byggður á meira en aldarfjórðungs rannsóknar- og þróunarstarfi vísindamanna við Háskóla Íslands.

 

Ensímin

Ensím eru hvatar, upprunnir úr lifandi frumum, sem hvetja efnahvörf í öllum lifandi verum og hraða þannig endurnýjunar- og „viðgerðarferli” líkamans.

Notkun

Best er að nudda Coddoc vel inn í húðina eða leyfa því að liggja á húðinni undir umbúðum eða án þeirra. Ráðlögð notkun er lítið magn á afmörkuð svæði 2-3svar sinnum á dag eða eftir þörfum.

Til baka í vörur