Spotdoc - burt með bólurnar!

Spotdoc - burt með bólurnar!

Hrein náttúruafurð

Spotdoc er hrein íslensk náttúruvara sem á undanförnum árum hefur skilað unglingum og ungu fólki miklum árangri í baráttu sinni við bólur og erfiða húð, til dæmis í andliti og á baki. Spotdoc er rakagefandi húðáburður, sótthreinsandi og græðandi. Í honum eru engin rotvarnarefni, fita, olía, ilm- eða litarefni sem valdið geta ofnæmisviðbrögðum.

Vísindastarf í áratugi

Spotdoc er byggt á meira en aldarfjórðungs rannsóknar- og þróunarstarfi vísindamanna við Háskóla Íslands. Rannsóknirnar beindust að próteinkljúfandi meltingarensímum Norður-Atlantshafsþorsksins og þróun aðferða til að einangra þau, hreinsa og nýta í húðvörur.

Notkun

Lítið magn af Spotdoc 2-3svar á dag eða eftir þörfum.

Til baka í vörur